Collection: Leiktíminn
Dótið frá Oli&Carol er umhverfisvænt og er framleitt úr 100% náttúrulegu gúmmí úr Heveatrjám og er niðurbrjótanlegt. Hvert eintak er steypt í heilu lagi og er án loftgats og því myndast ekki mygla inni í nagdótinu. Allar vörur frá Oli&Carol eru handgerðar og handmálaðar af mikilli natni og því er hver hlutur einstakur.
Leikföngin eru mjúk og örugg fyrir börn í tanntöku, daglegum leik eða til að taka með í baðið. Með nagdótinu kynnast börnin nýjum áferðum, formum og litum eftir því sem hreyfifærni þeirra þroskast.
Mælt er með að þrífa leikföngin frá Oli&Carol með með volgu vatni og mildri sápu. Ekki má sjóða leikföngin og þau mega ekki fara í uppþvottavél.