Skilmálar

SKILMÁLAR & PERSÓNUVERND 

Þegar þú heimsækir vefinn www.bjorkstore.is þá verða til upplýsingar um heimsókn þína. Við virðum friðhelgi persónuupplýsinga og miðlum við þeim upplýsingum sem safnast ekki til ótengdra aðila. Með því að heimsækja vefsíðu okkar, lýsir þú þig samþykkan skilmálum okkar um persónuvernd og öryggi.

Við pöntun fyllir kaupandi út upplýsingar sem tryggja að pöntunin skili sér í réttar hendur s.s. nafn, heimilis- og netfang. Við pöntun samþykkir kaupandinn að þessar upplýsingar fari í viðskiptavinagagnagrunn okkar. Bjorkstore.is ábyrgist að farið sé með þessar upplýsingar sem trúnaðarmál og þær verði undir engum kringumstæðumstæðum afhentar þriðja aðila.

SKILAFRESTUR OG ENDURGREIÐSLUFRESTUR 

Hægt er að skila vöru innan 14 daga frá pöntun. Varan þarf að vera ónotuð, óþvegin, með öllum merkjum og í upphaflegri, óskemmdri pakkningu. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið.

Ef kaupandi vill ekki skipta vöru fyrir aðra vörur verður gefin út inneignarnóta eftir að varan er móttekin. Inneign er í formi kóða, sem nota má hér í vefverslun. Kóðinn gildir í eitt ár frá útgáfudegi. Við skil á vöru er miðað við verð á vörunni þegar pöntunin var gerð. 

Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.
Vinsamlega sendið tölvupóst á netfangið bjorkstore(at)simnet.is áður en vöru er skilað. Skilaréttur gildir ekki um útsöluvörur.

Vinsamlegast athugið að ekki er hægt að skila útsöluvörum né vörum á sértilboði. Sölur á útsölum og sértilboðsdögum eru endanlegar. 

VERР

bjorkstore.is áskilur sér rétt til að breyta verði án fyrirvara, hætta að bjóða upp á tilteknar vörutegundir sem og hætta við pantanir og endurgreiða viðskiptavini ef rangar verðupplýsingar hafa verið í vefverslun eða vara reynist uppseld. Sé varan ekki til á lager mun starfsmaður hafa samband við viðskiptavin. Áskilinn er réttur til þess að staðfesta pantanir símleiðis. 

Öll verð eru með inniföldum 24% virðisaukaskatti í vefverslun en sendingarkostnaður bætist síðan við áður en greiðsla fer fram og er hann háður verðskrá Íslandspósts. 

GÖLLUÐ VARA 

Sé vara gölluð eða kaupandi á einhvern hátt óánægður með kaupin hvetjum við kaupanda til að hafa beint samband við okkur svo við getum leyst málið í sameiningu. Við viljum að sjálfsögðu tryggja ánægju viðskiptavina okkar og því hvetjum við viðskiptavini til að hafa samband við okkur telji þeir að vara eða þjónusta hafi verið ófullnægjandi. 

LÖG OG VARNARÞING

Rísi ágreiningur á efni þessara viðskiptaskilmála eða vegna brota á þeim skulu aðilar eftir fremsta megni reyna að leysa ágreininginn sín á milli ellegear má bera viðkomandi mál undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárkaupa hjá Neytendastofu. Ef allt þrýtur má reka mál vegna þessa fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur skv. ákvæðum laga nr. 91/1991.