Björk Store
CRYWOLF Stígvél
Couldn't load pickup availability
Stígvélin frá Crywolf eru létt og þægileg og henta vel fyrir útiveru og íslenska veðráttu.
Stígvélin eru handgerð og framleidd úr náttúrulegu gúmmíi og eru án PVC efna. Hvert einasta par er gæðaprófað og vatnsprófað. Stígvélin eru með styrkingum sem gera þau endingargóð og sterk. Stígvélin frá Crywolf eru fóðruð að innan með mjúkri bómull. Þau koma í fallegum litum og lífga upp blauta rigningardaga.
Það sem gerir CRYWOLF stígvélin sérstök:
· Framleidd úr náttúrulegu gúmmí
· Mött áferð
· Hvert einasta par vatns- og gæðaprófað
· Slitsterk með styrkingum
· Létt og sveigjanleg
· Fóðruð að innan með mjúkri bómull
· Grófur sóli með góðu gripi
· Hvítt CRYWOLF logo á hlið
· Koma í CRYWOLF burðarboxi
· Hönnuð á Nýja Sjálandi
· Án PVC
Umhirða:
· Til að hugsa sem best um CRYWOLF stígvélin þín mælum við með að þurka af stígvélunum eftir notkun með rökum klút og geyma þau í skugga þar sem þau geta þornað alveg. Geymið stígvélin í vel loftræstu rými. Látið stígvélin aldrei standa í beinu sólarljósi við geymslu.

