Um okkur

Björk Store er netverslun sem stofnuð var af hugsjón í byrjun árs 2022. Verslunin var stofnuð með það í huga að selja vel valdar, vandaðar og notendavænar barnavörur.
Við einsetjum okkur að veita góða og persónulega þjónustu og viljum gera allt sem við getum svo að viskiptavinir okkar séu bæði ánægðir með vörurnar sem við seljum og þjónustuna sem við veitum.
Björk Store er rekið af hjónunum Fríðu og Birgi, en saman eiga þau fjögur börn á aldrinum 9 mánaða til 16 ára og hafa því mikla reynslu af barnauppeldi og öllu sem því fylgir. Það getur oft verið erfitt að finna vandaðar vörur og fatnað fyrir börn sem eru án allra aukaefna og framleiddar eru úr hágæða efnum og því leitumst við eftir því að bjóða upp á vörur sem uppfylla þau skilyrði. Vörurnar hjá Björk Store eru framleiddar í evrópu og í Bandaríkjunum og hafa margar hverjar hlotið gæðastimpla og ýmsar viðurkenningar.

Haustið 2023 hóf Björk Store einnig sölu á vönduðum heimilisvörum og munum við bæta við úrvalið í heimilideildinni okkar jafnt og þétt.

Við vonum að þessi litla verlsun okkar komi til með að blómstra og dafna í náinni framtíð í góðu og blómlegu samstarfi við ykkur.

Netfang:bjorkstore@simnet.is

S:772-2825

 Lagerinn okkar er staðsettur í Hafnarfirði.

VSK nr. 142954