Skip to product information
1 of 6

Bjorkstore

The Teething Egg Magnpakki

Regular price 10.500 ISK
Regular price Sale price 10.500 ISK
Sale Sold out
Tax included.

Við höfum tekið saman vinsælustu vörurnar frá The Teething Egg og sett saman í einn pakka. Pakkinn inniheldur The Teething Egg nag-eggið, Molar Magician nag-dótið, box utan um tanntöku-eggið, box utan um Molar Magician og fyrstu hnífapörin. Allar vörurnar í pakkanum eru í grænum lit eins og á meðfylgjandi mynd.

Nánar um vörurnar í pakkanum. 

* Teething Egg Nag-eggið hentar vel fyrir börn frá þriggja mánaða aldri, eða þegar þau eru að fá framtennurnar. Yfirborð eggsins er slétt og mjúkt og auðveldar því þrif töluvert ásamt því að vera mjúkt og gott fyrir litla góma. Eggið má líka setja í kæli og í frysti og því tilvalið til að kæla góm barnsins í tanntöku.

* Molar Magician hentar vel fyrir börn frá 6 mánaða aldri, eða þegar þau eru að fá jaxla og augntennur. Molar Magician nagdótið er sporöskjulaga, með fjórum örmum og hannað til að ná vel til jaxla barnsins en á sama tíma til að koma í veg fyrir að Molar Magician nái of langt inn í munn barnsins. Á örmunum eru mismunandi áferðir sem sefar sársauka við tanntöku einstaklega vel.

* Boxin utan um tanntöku-eggið og Molar Magician eru tilvalin til að geyma nagdótið í og til að varna því að dótið verði óhreint. Boxin eru tilvalin til að taka með á ferðina, í bílinn eða í skiptitöskuna. 

Hnífapörin eru hönnuð með það í huga að auðvelt sé fyrir barnið að halda á og eru með góðu gripi. Þau eru mjúk og henta því vel fyrir viðkvæma góma. 

Skeiðarnar henta vel fyrir maukaðan mat og grauta og eru tilvalin þegar barnið er að byrja að læra að borða sjálft með hnífapörum. 

Gafallinn er með góðu gripi sem auðveldar barninu að nota gaffalinn, ná góðu gripi og stinga í bita.  (já, gafflinn virkar í raun!).

Hnífapörin, bæði gaffalinn og skeiðarnar eru með vörn sem kemur í veg fyrir að hnífapörin fari of langt upp í munn barnsins.

Með kaupum á þessum flotta pakka með vinsælustu vörunum frá The Teething Egg ertu að versla vörurnar á hagstæðara verði en annars, þar sem veittur er rúmlega 20% afsláttur.