Björk Store
Jellystone Skynjunarbolti
Couldn't load pickup availability
Skemmtilegur bolti sem er einnig frábært tanntökuleikfang! Sigurvegari Good Design Award 2022.
Hannaður fyrir börn á öllum aldri og á öllum þroskastigum. Skynjunarboltinn virkar bæði sem tanntökuleikfang fyrir yngstu börnin og sem skynjunarleikfang fyrir eldri börn.
Skynjunarboltinn inniheldur engin óæskileg efni, hann er búinn til úr matvælasílikoni svo börn geta nagað mjúkt og öruggt yfirborð hans til að róa auman góminn. Opin hönnun skynjunarboltans hjálpar börnunum að ná góðu gripi á boltanum og bera hann að munninum þegar tennurnar láta til sín taka.
Skynjunarboltinn er einnig frábært leikfang fyrir eldri börn sem geta teygt, gripið, rúllað, kreist og skoppað honum sér til gamans. Boltinn hefur hvetjandi áhrif á hreyfingar sem hjálpa barninu að æfa fínhreyfingar, hjálpar því að læra á form og munstur, ásamt því að æfa samhæfingu handa og augna.
Stærð: 8.5 x 9.5 x 9.5cm
Umhirða:
Til að þrífa skynjunarboltann má einfaldlega skella honum í uppþvottavélina eða þrífa með volgu vatni og sótthreinsa.

