Jellystone - Naghálsmen
Naghálsmenin frá Jellystone eru ætluð fyrir börn frá 3 ára aldri. Þau eru þróuð í samstarfi við iðjuþjálfa og hafa reynst börnum, unglingum og fullorðnum vel í yfir 8 ár. Hálsmenin hafa reynst vel fyrir fólk með kvíða og ýmiskonar skynúrvinnsluvanda og þau eru góð munnörvun fyrir einstaklinga sem hafa þörf fyrir að hafa eitthvað til að naga, eins og t.d. blýanta, fatnað, neglur og fleira.
Hálsmenin koma í tveimur mýktum, mjúk og medium.
Mjúk hálsmen henta vel fyrir börn og fullorðna sem hafa ekki sterkt bit.
Medium hálsmenin henta fyrir börn og fullorðna sem hafa sterkari þörf til að naga og fastara bit.