Fyrstu hnífapörin
Eggware skeiðin og Dippi stick eru fremleidd úr mjúku, matvælaflokkuðu FDA viðurkenndu TPE efni.
Hnífapörin eru hönnuð með það í huga að auðvelt sé fyrir barnið að halda á og eru með góðu gripi. Þau eru mjúk og henta því vel fyrir viðkvæma góma.
Skeiðarnar henta vel fyrir maukaðan mat og grauta og eru tilvalin þegar barnið er að byrja að læra að borða sjálft með hnífapörum.
Stig 2
Eggware gafflinn er framleiddur úr matvælaflokkuðu FDA samþykktu pólýprópýleni.
Gafallinn er með góðu gripi sem auðveldar barninu að nota gaffalinn, ná góðu gripi og stinga í bita. (já, gafflinn virkar í raun!).
Hnífapörin, bæði gaffalinn og skeiðarnar eru með vörn sem kemur í veg fyrir að hnífapörin fari of langt upp í munn barnsins.
Þegar barnið er byrjað að borða með skeið og er farið að ná góðum tökum á því, þá er tilvalið að leyfa því að prufa gaffalinn
Fyrirtækið The Teething Egg leggur mikið upp úr því að búa til eitthvað sem er hagnýtt, fallegt og síðast en ekki síst... gagnlegt!
Þar sem gripið á hnífapörunum er mjúkt og ávalt, þá hentar það líka vel sem nagdót.
Hnífapörin henta frá 6 mánaða aldri.