Skip to product information
1 of 2

Björk Store

Endurunnir slefsmekkir

Regular price 950 ISK
Regular price Sale price 950 ISK
Sale Sold out
Tax included.

Okkur hjá BjörkStore er annt um umhverfið og erum því stolt af því að selja þessa umhverfisvænu smekki.

Þessir handgerðu slefsmekkir eru saumaðir úr endurnýttu efni og eru því umhverfisvænir.

Smekkirnir eru saumaðir á íslandi og því er kolefnisspor við framleiðsluna algjörlega takmarkað. Í smekkina er notað efni úr fatnaði og öðrum textíl sem annars væri ekki hægt að nýta eða endurselja meðal annars vegna þess að efnið er rifið, blettótt eða á einhvern hátt skemmt. Óskemmdi hluti efnisins er þá nýttur í þessa fallegu smekki.

Smekkirnir eru flísfóðraðir svo að þeir blotna ekki í gegn og á sama tíma heldur flísefnið hita á litlum kroppum.

Smekkirnir koma í takmörkuðu upplagi í hverjum lit fyrir sig og úrval á litum og mynstrum miðast við það efni sem við höfum undir höndum hverju sinni.